Forusta í ógeði

Punktar

Bandaríkin geta að mati Kínastjórnar og fleiri harðstjórna í heiminum ekki lengur sakað þær um brot á mannréttindum. Kínastórn bendir á skipulegar pyndingar á vegum stjórnar Bandaríkjanna í Írak og víðar. Aðrir benda á, að herinn sendi fanga til harðstjórnarríkja til að láta pynda þá þar. Kínastjórn segir réttilega, að hlægilegt sé, að slík stjórn skipti sér af stjórnarfari í öðrum löndum. Ógeðsleg stjórn George W. Bush er siðferðilega gjaldþrota og hefur leitt til þess, að ógeðsstjórnir annars staðar í heiminum telja sig geta hagað sér að vild. Sjáið grein í Washington Post.