Ken Livingstone

Punktar

Hinn orðhvati borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, hefur skrifað ágæta grein í Guardian, þar sem hann sakar Ísrael um þjóðarmorð og sakar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, um að vera stríðsglæpamaður. Greinin hefur vakið mikla ólgu í Bandaríkjunum og Ísrael, enda virðist hvert orð vera satt í henni. Sumir stjórnmálamenn í Evrópu eru orðnir þreyttir á að sitja undir eilífum ásökunum Ísraelsmanna um gyðingahatur. Þessar ásakanir byggjast á gagnrýni þeirra á stefnu stjórnvalda í Ísrael. Þau reyna að halda gagnrýni í skefjum með því að rugla saman gagnrýni og gyðingahatri.