Ísland er ekki fjarri því að vera hringlaga og hefur meginveg, sem er kallaður hringvegurinn. Slík lögum er hagkvæm, gefur stuttar vegalengdir. Hún kallar ekki beinlínis á þvervegi að auki. Hugmyndin um hálendisveg, einkum úr Borgarfirði um húnvetnskar heiðar til Akureyrar, virðist þó vera þrálát í aðsendum greinum til fjölmiðla. Tímabært er orðið fyrir náttúruverndarfólk að taka þessar hugmyndir alvarlega og grípa til gagnaðgerða. Annars verður Halldór Blöndal búinn að láta samþykkja hálendisveg áður en unnendur ósnortinna víðerna fá rönd við reist.