Stjórna líka Sýrlandi

Punktar

Douglas Jehl og David Johnston segja í New York Times, að bandaríska leyniþjónustan hafi sent 100-150 fanga til yfirheyrslu hjá erlendum verktökum. Athyglisverð eru tök bandarískrar leyniþjónustu á erlendum leyniþjónustum í vinveittum harðstjórnarríkjum. Það eru leyniþjónustur pyndingaríkja, einkum Egyptalands, sem taka að sér skítverk fyrir Bandaríkin, en einnig Sádi-Arabíu, Jórdaníu og Pakistans. Sýrland er í þessum hópi, þótt Bandaríkjastjórn þykist harður andstæður Sýrlands og hafi að undanförnu daglega verið með hótanir vegna hernámsins á Líbanon.