Það sem helzt hann varast vann

Punktar

Simon Tisdall segir í Guardian, að stjórn Bandaríkjanna muni senn neyðast til að snúa sér til Alþjóða glæpadómstólsins í Haag, sem hún hatar svo mikið, að hún hefur látið setja í bandarísk lög, að hún megi gera innrás í Haag, ef þar verði Bandaríkjamaður dreginn fyrir rétt. Það eru glæpir gegn mannréttindum í Súdan, sem eru henni svona erfiðir. Evrópa hefur ítrekað bent á dómstólinn sem réttan vettvang til að gefa ráðamönnum Súdans á baukinn, en Bandaríkin hafa hingað til tregðazt við. Raunar er líklegt, að margs konar kærur gegn mannréttindabrotum Bandaríkjanna fari fyrir Haag.