Vandi fjölmiðlunar

Punktar

Sumir telja stækkun og sameiningu fyrirtækja munu standa fjölmiðlun fyrir þrifum í náinni framtíð. Í fyrra var reynt að setja lög til að hindra slíkt vandamál fyrirfram. Í rauninni erum við enn á því þróunarstigi, að pólitíkin er hættulegri þröskuldur á vegi fjölmiðlunar en risafyrirtæki eða samsteypur í viðskiptum. Fréttastofumálið er fyrirtaks dæmi um, að núna eru afskipti stjórnmála af fjölmiðlum þjóðinni hættulegri en afskipti viðskiptahringa, hvað sem síðar verður. Enda er fjölmiðlafrumvarpið líklega dautt.