Vestrænir óligarkar

Punktar

Munurinn á Rússlandi og Bandaríkjunum er, að í fyrra landinu eru þeir kallaðir óligarkar og meira er reynt að koma þeim í fangelsi. Þetta segir dálkahöfundurinn Nicholas D. Kristof í New York Times í morgun. Hann nefnir Carly Fiorina, sem fékk 500 milljón króna árslaun hjá Hewlett-Packard síðasta árið, áður en hún var rekin. Ennfremur Micael Eisner, sem fékk 400 milljón krónur í bónus fyrir að gera Walt Disney næstum gjaldþrota. Forstjórar 500 stærstu fyrirtækjanna fá 600 milljón krónur í árslaun. Kristof segir, að hluthafar og stjórnarmenn hafi enga stjórn á græðgi forstjóranna.