Ertu maður eða mús?

Punktar

Jeremy Rifkin líftæknisagnfræðingur segir í Guardian, að Irving Weissman frumeindalífræðingur við Stanford háskóla hafi tekizt að koma heilafrumum úr manni í mús, þannig að 1% heilans sé mannsheili. Hann spyr, hvað gerist, þegar búið sé að koma prósentunni upp í 100 og mýsnar fari að sleppa af tilraunastofum. Weissman segir, að mýsnar séu passaðar vel, en við vitum af fyrri reynslu, að erfðatæknar hafa ekki hugmynd um óhöpp, sem koma fyrir, þegar þeir eru að leika guð almáttugan. Rifkin gerir ráð fyrir, að næst reyni menn að koma mannsheila í sjimpansa. Hryllingurinn blasir við.