Fáránlegt og langsótt

Punktar

Ofbeldishneigðir síbrotamenn flytja dómstólum sífellt fáránlegri og langsóttari skýringar á hegðun sinni. Lýsingar þeirra stinga mjög í stúf við frásagnir vitna. Svo virðist sem þeir telji, að fullyrðingar út í hött muni ekki leiða til þyngri dóma. Ef svo er, þá hugsa þeir eins og landsfeður okkar, sem búa til sífellt fáránlegri og langsóttari skýringar á hegðun sinni, þegar þeir hafna hæfum umsækjendum um embætti og finna gæludýr í staðinn. Stjórnmálamenn telja, að fyrirhafnarlaust rugl skaði þá ekki. Í báðum tikvikum bregzt eftirlitshlutverk umhverfisins.