Ofsækja smælingjann

Punktar

Það er eðli heimsveldis, að nærast á að láta fólk skjálfa fyrir sér. Þegar fólk hætti að kikna í hnáliðunum fyrir Assyríu, hætti það heimsveldi að vera til. Sama er að segja um Rómarveldi. Bandaríkin verða því að hundelta smælingja víðs vegar um heiminn til að sýna umheiminum fram á, að Bandaríkin séu enn heimsveldi. Nú er siðferðishrun þessa heimsveldis öllum umheiminum orðið ljóst og því munu æ fleiri ögra því, til dæmis með því að taka alþjóðalög fram yfir bandarísk sérlög. Bobby Fischer er einn smælingjanna, sem Bandaríkin hafa hundelt. Sem betur fer án árangurs.