Pyndingaríkið mikla

Punktar

Bandaríkin hafa enn staðfest pyndingar sem opinbera stefnu, eftir að upplýst er, að yfir 100 manns hafa verið myrtir með pyndingum í fangelsum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Nú hefur bandarískur herdómstóll sýknað sautján hermenn, sem sakaðir voru um aðild að þessum pyntingum. Douglas Jehl segir í New York Times frá skýrslu um þessi mál. Fyrir mér er ljóst, að bandarískir hermenn eru heilagir, þeir geta gert, hvað sem þeim þóknast án þess að vera dregnir til ábyrgðar, af því að hrokafull Bandaríkin sjálf líta sem ríki og þjóð á útlendinga almennt sem réttlausa hunda.