Lifað um efni fram

Punktar

Mannkynið lifir um efni fram. Svo segir í skýrslu 1360 vísindamanna frá 95 löndum, þar á meðal margra leiðandi fræðimanna í sinni grein. Náttúrulegt umhverfi mannsins er að eyðileggjast af hans völdum. 24% yfirborðs jarðar er orðið ræktað land, 40% rennandi vatns er notað, 25% fiskistofna er ofnýtt, 40% kóralrifja eru skemmd eða ónýt. Verðmæti notkunar á náttúrunni nemur tvöfaldri framleiðslu alls heimsins. Hagfræðilegur taprekstur mannkyns er því 50%. Þetta getur ekki haldið áfram lengi enn, segja höfundar skýrslunnar. Mannkynið er að tefla sig á vonarvöl. Sjá Guardian.