Þá skortir lýðræði

Punktar

Arabískir menningarvitar hafa samið skýrslu fyrir Sameinuðu þjóðirnar um stöðu arabaríkja í þróun mannkyns. Þeir saka Bandaríkin um að styðjast við afturhaldsharðstjórn á borð við stjórn Sádi-Arabíu og íhaldsharðstjórn á borð við stjórn Egyptalands og hamla gegn þróun í átt til gegnsæis og lýðræðis. Þeir benda á, að tíundi hver arabi býr við erlenda stjórn. Vegna andmæla Bandaríkjastjórnar hefur útgáfu skýrslunnar verið frestað í nokkra mánuði. Höfundarnir hafa samið slíkar skýrslur árlega síðan 2002 og meðal annars bent á vangetu araba í aðild að þekkingu nútímans. Sjá NYT.