Hirðfjölmiðlar vakna

Punktar

Landsfeðurnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa verið felum nokkra daga, meðan Fréttablaðið hefur skýrt, hvernig þeir höfðu milljarða af ríkinu í einkavinavæðingu bankanna í þágu gæludýra. Nú fara þeir að koma upp úr holunum í viðtöl við hirðfjölmiðlana, sem sérhæfa sig í kranablaðamennsku. Í drottningarviðtölum fara fremst Kastljós ríkissjónvarpsins og síðan Morgunblaðið, en fast á eftir munu koma Ísland í dag og fréttastofa ríkissjónvarps, sem mun gefa kost á, að landsfeðurnir svari aðeins tilteknum spurningum og að ekki verði sett upp neitt rifrildi við þá í beinni útsendingu.