Hárkollur fyrir dómara

Punktar

Dómurum og dómstjórum er í nöp við ljósmyndir og sjónvarp frá göngum dómhúsa, sem hafa tíðkast frá því að myndavélar og myndbandsvélar voru fundnar upp. Þeim finnst ágengni hafa aukizt. Þannig er um lífið í heild, allt magnast. Bílum og húsum fjölgar, dómsmálum fjölgar og einnig fjölmiðlum, sem segja frá þeim. Dómarar og dómstjórar vilja banna þetta, enda hafa margir þeirra sýnt í ýmsum dómum, að þeir eru ekki í takt við tímann, vilja færa klukkuna aftur á bak til þess tíma, er dómarar voru með hárkollur og höfðu respekt. Einn dómarinn setur athugasemdir um ljósmyndara inn í dóma sína.