Aðstoð ekki aukin

Punktar

Íslenzkir fjölmiðlar hafa rangt fyrir sér, þegar þeir segja Bretland og Bandaríkin hafa samið um stóraukna aðstoð við Afríkuþjóðir. Rétt er hins vegar, að Tony Blair tókst ekki að hvika George W. Bush um þumlung. Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin þegar gefa nóg og ekki hafa efni á meiru. Hann neitaði líka sáttahugmynd um að gefendur taki lán til að uppfylla tillögu Blair um tvöfaldaðan stuðning við Afríku. Eins og venjulega tóku blaðurfulltrúar málið og kynntu það trúgjörnum fjölmiðlum sem aukinn stuðning. Bandaríkin munu hins vegar þola tillögu um niðurfellingu sumra skulda.