Spekúlasjónir almennings

Punktar

Hreyfingar á verðlagi húsnæðis og hlutabréfa á markaði hafa óspart verið notaðar til að telja fólki trú um, að það geti orðið ríkt af spákaupmennsku. Það er illt verk, því að einn helzti draumur Íslendinga er að verða ríkur án þess að vinna fyrir því. Nokkrir urðu gjaldþrota á deCode og fleiri verða gjaldþrota á húsakaupum á uppsprengdu verði. Nær er að segja fólki satt, að spákaupmennska er bara fyrir sérfróða innherja, sem hafa aðgang að upplýsingum, er almenningur hefur ekki. Kaup og sala hlutabréfa á Íslandi hefur nánast öll verið slík. Almenningur tapar hins vegar á braski.