Bloomberg skúbbaði

Punktar

Viðskiptafjölmiðillinn Bloomberg hefur skúbbað fréttinni um niðurgreiðslu íslenzkrar raforku til stóriðju. Orkuverð til álvera á Íslandi er 30% lægra en í Evrópu. Þar með hefur fengizt útlend staðfesting á, að við þurfum að greiða með orkunni til stóriðju. Því er orkuverð til almennings mjög hátt og hefur ekkert lækkað, þrátt fyrir stærri orkuver. Arðurinn af þessum stóru virkjunum er minni en 30% bónusinn til álvera og járnblendis. Fátæka fólkið í Breiðholtinu er dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár að borga fyrir langvinna og úrelta stóriðjustefnu íslenzkra stjórnvalda.