Björn Bjarnason er latur í embætti dómsmálaráðherra. Hann hefur yfir sýslumönnum að segja og lætur sér vel líka, að sumir þeirra nenna alls ekki að vinna. Svo er til dæmis um sýslumennina í Hafnarfirði og á Patreksfirði, þar sem mál hrannast upp. Á Patreksfirði lá sýslumaðurinn í fjögur ár á dánarbúi, sem átti að afhenda félagsheimili aldraðra. Auðvitað eru báðir þessir sýslumenn gamlir flokkshestar í Sjálfstæðisflokknum og því friðhelgir. Annað var uppi á teningnum í tíð Þorsteins Pálssonar, sem hrakti Sigurð Gizurarson úr embætti á Akranesi.