Hættulegt getur verið að hleypa lýðræði lausu. Í Írak hafa sjítar og kúrdar tekið höndum saman um að beita meirihluta sínum til að halda súnnítum í skefjum. Bandaríkjastjórn mun ekki takast að fá þá til að halda sér í skefjum. Í Íran vann harðlínumaður sigur í forsetakosningum. Varla er það Bandaríkjunum neinn gleðigjafi. Menn muna kannski, að heittrúaðir unnu kosningar í Alsír, svo að allir þögðu á Vesturlöndum, þegar herinn tók völdin til að hindra framgang vilja meirihluta kjósenda. Það er oft, að heimsveldi lenda í erfiðleikum við að hanna atburðarásir í fjarlægum álfum.