Þorskur og ýsa flytjast

Punktar

Þorskur og ýsa flytjast
Vísindamenn við East Anglia háskólann í Bretlandi hafa komizt að raun um, að eins stigs hækkun hita í Norðursjó á síðasta aldarfjórðungi hefur hrakið þorsk og ýsu norður úr hafinu. Í staðinn hafa komið aðrar tegundir úr suðrænni og heitari höfum, svo sem sardínur og ansjósur. Þorskur og ýsa hafa flutt sig norður um 100 kílómetra. Þetta hefur haft slæm áhrif á fiskveiði við Bretland, af því að þorskur og ýsa eru verðmætari tegundir en þær, sem hafa tekið sæti þeirra í Norðursjó. Búizt er við, að karfi muni einnig víkja frá ströndum Bretlands, ef hitastig hafsins hækkar áfram.