Bandarískar járnbrautir eru sem óðast að leggja niður miðsætið í þriggja sæta röðum. Miðsætin eru nefnilega ekki notuð. Menn standa heldur eða krjúpa á gólfinu, þótt öll miðsæti lestarvagnsins séu auð. Þetta vandamál þekkjum við betur í fluginu. Það er vont að vera í miðjunni í þriggja sæta röð. Flest fólk vill hafa hæfilega fjarlægð milli sín og annars fólks. Þeirri þörf er misboðið í flugvélum og þess vegna ganga miðsætin síður út. Menn þola þetta samt, þegar flugið til útlanda fram og til baka kostar ekki nema 20.000 kr. með sköttum og þegar flugtíminn er ekki meiri 2-3 tímar.