Hveravellir til skammar

Punktar

Það er Svínavatnshreppur, sem á mannvirkin á Hveravöllum, náði þeim með eignarnámi af Ferðafélagi Íslands. Aðrir hreppar, sem hafa umsjón með Kjalarsvæðinu, standa sig miklu betur, Biskupstungnahreppur með skálana að sunnanverðu og hrepparnir, sem standa að Eyvindarstaðaheiði að norðanverðu. Væntanlega er einhver opinber eftirlitsaðili, sem getur séð til þess, að rekstraraðilar á vegum Svínavatnshrepps sinni skyldum sínum, svo að útlendingar á Hveravöllum þurfi ekki að undrast niðurníðsluna. Eins og mál stóðu síðari hluta júlí voru Hveravellir landi og þjóð til mikillar skammar.