Gervilýðræði Egypta

Punktar

Hosni Mubarak, einræðisherra Egypta, þykist efla lýðræði í landinu með því að leyfa öðrum að bjóða fram gegn sér í forsetakosningum. Baráttan fer þannig fram, að í hvert sinn sem andstæðingar forsetans reyna að koma saman er ráðizt á þá, þeir barðir og sparkað í þá. Síðan er þeim smalað í fangelsi. Allt er þetta bara skrípaleikur til þess að gera George W. Bush Bandaríkjaforseta kleift að halda því fram, að nánasti bandamaður hans í heimi múslima sé á leið til vestræns lýðræðis. Í rauninni er lögreglu og leyniþjónustu beitt til hins ítrasta til að tryggja Mubarak kosningu.