Spenna í olíuríkjunum

Punktar

Erfiðleikar steðja að olíuneyzluríkjum heimsins. Kóngaskipti hafa orðið í Sádi-Arabíu. Slík skipti valda oftast lausari stjórnsýslu og verðandi byltingarmenn eru þar á hverju strái. Sjítar eru komnir vel á veg með að ná olíulindum Íraks á sitt vald og eru undir forræði strangtrúaðra klerka. Sjítar í Íran hafa styrkt stöðu sína í forsetakosningum og hafa fjarlægzt Vesturlönd. Í Venesúela hljómar Chavez eins og Fidel Castro. Úzbekistan hefur sagt bandaríska hernum að hafa sig burt innan sex mánaða. Frá bandarískum sjónarhóli er vaxandi spenna í flestum löndum, sem liggja á olíulindum.