Um langt árabil hefur verið talið ósiðlegt að tala um menningarlegan mun á fólki eftir uppruna og umhverfi. Það voru taldar leifar af yfirlæti hvíta mannsins í heiminum. Með auknu offorsi í viðbrögðum mikils fjölda múslima við breytingum í umhverfinu hafa menn þó aftur farið að tala um hina gömlu fræðigrein Max Weber og Samuel Huntington. Svo virðist sem tækni nútímans geri minnihlutahópum kleift að sameinast á netinu um sérstæðar skoðanir, sem eru andstæðar hnattvæðingu, vinnuofsa Bandaríkjamanna, einingu Evrópu, einingu araba og vestrinu almennt. Og svo framvegis.