Nú þarf ég aftur að hefja innkaupaferðir til London eftir aldarfjórðungs hlé. Þar eru búðir fyrir sérvitringa. Þar eru heilar götur með uppháum sokkum og tvíhnepptir bleizerar fást í að minnsta kosti fimm búðum. Þar er auðvelt að fá almennilega skó frá Pitti, létta skó, lága á ristina og með leðursólum, ekki þverskorna að framan. Ég sé fyrir mér, að ég komi með ferðatösku til baka, fulla af tímalausum vörum, nákvæmlega eins og ég vil hafa þær. London blífur nefnilega, meðan Reykjavík velkist um í tízkuvindum. Þetta verður fín ferð, enda er ég ennþá ákveðinn í að vera ekki útdauður.