Dómvenja í héraðsdómi er í mörgum tilvikum fráleit. Einkum skera í augu harðir dómar fyrir hnupl og vægir dómar fyrir ofbeldi. Nú síðast var maður, sem dómarinn viðurkenndi, að væri ekki heill á geðsmunum, dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að stela 7000 krónum. Er Guðjón St. Marteinsson dómari sjálfur staddur í miðöldum? Er enginn dómstjóri eða annað yfirvald í dómskerfinu, sem getur hrist upp í forstokkuðu dómaraliði? Þeir tímar eru liðnir fyrir nokkrum öldum, að hnupl var talinn verri glæpur en ofbeldi. Nú á tímum eiga 7000 króna hnuplarar heima í meðferð, ekki á Litla-Hrauni.