Enga trausta leiðsögn er að fá um matarhús í Kaupmannahöfn, aðra en gamla og gráa Michelin, sem sættir sig seint við breytingar. Dagblaðið Politiken birtir að vísu vikulega veitingahúsarýni, sem er svo nákvæm, að gott er að átta sig á aðstæðum. En erfitt er að henda reiður á gömlum blaðagreinum, aðeins þær yngstu eru á vef blaðsins. Um Kaupmannahöfn og raunar um aðrar höfuðborgir Norðurlanda vantar harðskeytta veitingarýni, til dæmis að hætti frönsku GaultMillau bókanna eða bandarísku Zagat-bókanna. Vegna þessa verð ég að nota Michelin, þegar ég fer til Hafnar.