Skrípó á Íslandi

Punktar

Ísland er eina landið í Evrópu, þar sem Samkeppnisstofnun er lögð niður í hefndarskyni fyrir að reyna að koma Kristni Björnssyni á Kvíabryggju. Ísland er eina landið í Evrópu, þar sem Kristinn situr ekki á Kvíabryggju. Ísland er eina landið í Evrópu, þar sem kona samráðsforstjórans er forseti Alþingis. Ísland er eina landið í Evrópu, þar sem Ríkislögreglustjóri klúðrar rannsókn á olíusamráði til að hlífa Kristni við Kvíabryggju. Ísland er eina landið í Evrópu, sem slær út gömul mafíulönd við Miðjarðarhaf. Ísland er eina landið í Evrópu, þar sem olíusamráð eru skrípó.