Samkvæmt evrópskri rannsókn er vaxandi skortur á fólki, sem kann til verka í símatækni, fartölvutækni og öryggistækni. Í Bretlandi einu mun skorturinn nema 40.000 manns. Allt eru þetta tiltölulega vel borguð störf. Á sama tíma er Þýzkaland að reyna að ná til landsins indverskum tölvumönnum með því að bjóða þeim hraðferð í ríkisborgararétt og önnur fríðindi. Hvað er svo Ísland að gera? Það er að reyna að varðveita störf við fiskvinnslu, búa til störf við stóriðju og bjarga Slippstöðinni, fyrir utan það stóra milljarðaverkefni á hverju ári að viðhalda atvinnu í hefðbundnum landbúnaði.