Stríðsglæpir Japana

Punktar

Öfugt við Þýzkaland hafa Japan og Austurríki ekki gert upp fortíð sína. Forsætisráðherra Japans er enn í árlegum ferðum til Jasukuni musterisins, til að heiðra minningu japanskra glæpamanna úr stríðinu. 200 japanskir þingmenn hafa gert slíkt hið sama á þessu ári. Þótt Japan sé orðið ríkt land, sem oft er talið með vestrinu, hafa Japanir ekkert lært og engu gleymt. Þeir eru einir mestu rasistar í heiminum um þessar mundir, hata útlendinga almennt. Ég man enn eftir leiðsögumanni í Kyoto, sem gargaði á viðskiptavini sína eins og þeir væru stríðsfangar í útrýmingarbúðum gömlu daganna.