Fjölmenningin

Punktar

Félagslegur rétttrúnaður á Íslandi felur meðal margs annars í sér, að hér skuli vera fjölmenningarþjóðfélag. Eins og annar rétttrúnaður er þetta hugmyndafræði, sem ekki er studd pólitískum ákvörðunum á borð við, að nýbúar fái fría kennslu í íslenzku. Því miður má ekki tala um það, sem mestu máli skiptir, að nýbúar fallist á hornsteina þjóðfélagsins. Meðal þeirra er, að heiðursglæpir séu ekki viðurkenndir, slæður múslimskra kvenna séu ekki viðurkenndar og að leyfilegt sé að móðga Múhameð spámann eins og Jesú. Það er ekki fasismi, að segja fjölmenninguna enda, þar sem lýðræðið byrjar.