Norðurlandaráð

Punktar

Norðurlandaráð hefur fyrir löngu glatað tilvistarrétti sínum. Margir áratugir eru síðan það skilaði síðast árangri. Nú er það vettvangur fyrir “mikilvægar spurningar” og “áhugaverð vandamál” og auðvitað tilefni hverrar veizlunnar á fætur annarri. Dagens Nyheter hefur rétt fyrir sér, þegar það segir orðið tímabært að kveðja þetta ráð. Umræður í ráðinu snerust núna um, hvernig það geti sparað peninga. Lausnin á þeim vanda er auðveldari en ráðsmenn telja. Hún er sú að afnema ráðið. Almenningi í löndum ráðsins gæti ekki verið meira sama. Ráðið á ekki lengur sess í hjörtum fólks.