Langfeðgarnir

Punktar

Íslenzka eins og persneska og sanskrít er indóevrópskt mál, sem á rætur sínar hjá Kúrgönum, horfinni þjóð, sem var uppi fyrir 5.000 árum eða 150 kynslóðum. Tungumál þessi fylgja geninu M17, sem til dæmis greinir sanskrít frá dravídamálum í Indlandi. Genið M17 er komið út frá geninu M173, sem var einkenni hellamálara ísaldar, er útrýmdu Neanderdalskyninu, sem á sér enga arftaka í nútímanum. Genafræði nútímans er þannig í samræmi við eldri samanburðarfræði tungumála. Við erum komnir frá Kúrgönum, sem bjuggu á gresjum Úkraínu og Suður-Rússlands og voru fyrstir til að ríða hestum af viti.