Af hverju er Sigríður Anna að dásama þessar ágætu tungur, sem hafa verið friðaðar, en minnist ekki orði á Þjórsárver, þar sem allir bíða í væntingu eftir orðum hennar? Er hún að þyrla upp ryki í augu okkar, eins og Valgerður Sverrisdóttir mundi gera? Er hún að stimpla sig sem umhverfisvin, þótt það komi í ljós í vikunni, að hún hafni verndun Þjórsárvera? Að mér setur þann ugg, að hún sé sami venjulegi pólitíkusinn og sumir reyndari ráðherrar, segi eitt og meini annað og sé að undirbúa að vinna sig úr þeirri stöðu, er hún verður talin versti umhverfisráðherra sögunnar. Vegna Þjórsárvera.