Súnnítar eru felmtri slegnir yfir framgangi sjíta, hafa að mestu tapað Írak í hendur þeirra fyrir tilverknað nýju krossfaranna. Álitsgjafar í Jórdaníu eru farnir að tala um, að nú þurfi múr eins og Berlínarmúr eða Ísraelsmúr milli sjíta og súnníta, múr sem liggi um Líbanon, Sýrland og Írak og hlífi Jórdönum og öðrum súnnítum gegn yfirgangi sjíta. Súnnítar eru ekki eins heittrúaðir og sjítar og wahabítar, sem ráða á Arabíuskaga og hafa fætt af sér hryðjuverk á Vesturlöndum. Súnnítar eru raunar sá hluti múslima, sem næst stendur Vesturlöndum, en hafa ekki fengið að njóta þess í samskiptum. Palestína er bezta dæmið um, að Bandaríkin og Bretland hafa ekki kunnað að buggja brú til friðsamlegra múslima.