Ofbeldi mælt

Punktar

Lögreglan flaggaði nýlega vitlausri rannsókn, sem benti til, að ofbeldi væri ekki að aukast í þjóðfélaginu. Annað segir Slysadeild Landspítalans. Þangað leita fimm manns á hverjum degi vegna áverka af völdum ofbeldis. Ofneyzla áfengis tengist þessum vandræðum, margir eru nánast í áfengisdái, þegar þeir koma á deildina. Sumt af þessum áverkum er alvarlegs eðlis, svo sem höfuðáverkar og áverkar á brjósti og kviði af völdum sparka. Talsmenn Landsspítalans segja, að hluti þessara mála komi ekki á borð lögreglunnar, sem átti sig þess vegna ekki á stærð vandans.