Enn er tími

Punktar

Okkur er sagt, að enn séu tækifæri til að bjarga lífi jarðarinnar. Hér getum við tekið þátt í vörnum móður jarðar með því að eyða ekki Þjórsárverum og Fögrufjöllum við Langasjó, láta Kárahnjúka og Miklugljúfur vera lokin á skelfilegu atferli Íslendinga gegn móður náttúru. Við eigum ennfremur að koma vetnisvæðingu samgangna á láði, í legi og á lofti í gang að nýju sem allra fyrst. Engir vísindalegir þröskuldar eru lengur í vegi vetnisvæðingar. Okkur vantar aðeins verðlækkanir með fjöldaframleiðslu á vetnishverflum. Við eigum fyrst og fremst að hætta að berja höfðinu við steininn.