Hamas styrkist

Punktar

Skoðanakannanir sýna, að stjórnarandstaðan í Palestínu, Hamas, fái 35% fylgi og stjórnarflokkurinn Fatah, fái 41% fylgi í kosningunum á miðvikudaginn. Fatah verður því að leita samstarfs við Hamas um nýja ríkisstjórn. Hamas er er róttækur flokkur og harðari í trúmálum, en einkum þó laus við spillinguna, sem gróf um sig í Fatah á tíma Arafats heitins. Fyrir nokkrum árum spáði ég, að ruddalegt framferði Ísraels í Palestínu mundi leiða til þess, að Hamas mundi taka við af Fatah sem meginflokkur Palestínumanna. Unga fólkið í Palestínu telur aðferðir Fatah í sjálfstæðisbaráttunni ekki hafa náð miklum árangri.