Muhammad Omar, yfirmaður talíbana í Afganistan, og helztu ráðgjafar hans eru í Balúkistan. Osama bin Laden, yfirmaður al Kaída, og helztu ráðgjafar hans eru í Waziristan. Hvort tveggja eru héruð í Pakistan. Þeir hafa náð völdum í vesturhluta landsins, útrýmt glæpaflokkum og náð hylli heimamanna, sem leyna þeim fyrir herjum Bandaríkjana og Pakistans. Í Waziristan eru embættismenn ríkisins flúnir af hólmi. Ríkisstjórnin hefur reynt að endurheimta völdin, en getur hvorki treyst á her né embættismenn. Þannig hefur krossferð George W. Bush gengið hægt víðar en í Afganistan og Írak. Jafnvel bandamenn bila.