Skautað hratt

Punktar

Seðlabankinn segir verðbólguhorfur landsins vera óviðunandi. Hann hefur hækkað stýrivexti í 10,75%, langt umfram vestræn ríki. Bankar spá 4% verðbólgu á þessu ári, tvöfalt hærri en eðlilegt er. Vextir munu því hækka á almenningi, sem hefur tvöfaldað skuldir sínar á tveimur árum, í 540 milljarða króna. Þótt margir hafi notað lánin til að kaupa húsnæði, hafa þeir ekki af því auknar tekjur til að mæta hækkun vaxta. Því er skautað djarft í fjármálum þessa daga og margir munu heimta sér launaskrið. Bankinn hótar að hækka vexti enn frekar.