Fyrir rúmum ellefu árum spáði ég Hamas sigri gegn Fatah, ef frjálst yrði kosið í Palestínu. Það er nú komið á daginn. Bandaríkjastjórn virðist telja, að frjálsar kosningar leysi mál í miðausturlöðndum. Þær eru góðar, en leiða til niðurstöðu, sem kemur Bandaríkjastjórn á óvart, ekki mér. Ofsatrúarmenn sjíta sigruðu í Írak og skæruliðar Hamas í Palestínu. Þegar íbúar miðausturlanda fá að tjá sig frjálst, greiða þeir alltaf atkvæði gegn Bandaríkjunum. Það gera þeir, af því að þaðan koma krossferðirnar, sem hafa sett allt á hvolf hjá múslimum.