Mikið getur gengið á í litlum flokki. Þótt víðar séu átök en í Framsókn, er stríðið þar mest og markvissast. Allt verður Framsókn að deilu, prófkjör, stjórnarkjör kvenfélaga og smölun í sértrúarsöfnuðum. Jafnan eru það menn úr hirð formannsins, einkum aðstoðarmenn ráðherra, sem sækjast til valda. Reynt er að gera flokkinn þægari formanninum og losna við fólk, sem ekki er í innsta hring. Kristinn H. Gunnarsson er höfuðóvinur, Jónína Bjartmarz og Siv Friðleifsdóttir eru ekki í náðinni. Enda hentar litlum flokki að hafa þrönga klíkun við völd.