Flugsætið er dýrt

Punktar

Þeir, sem gagnrýna fólk fyrir jeppa, ættu að skoða þann kost í baráttunni gegn óhóflegri benzíneyðslu að hætta að ferðast til útlanda. Athuganir hafa leitt í ljós, að benzíneyðsla á hvert sæti í flugvél er meira í einni ferð fram og til baka er meiri en benzíneyðsla eins jeppa á ári. Með einni ferð Árna Finnssonar, framkvæmdastjóra Náttúruverndarsamtakanna, á ráðstefnu í útlöndum notar hann meira benzín er jeppakallinn og veldur meiri útblæstri gróðurhúsalofttegunda en jeppakallinn. Mörg er hræsnin í heiminum og margur er félagslegi rétttrúnaðurinn.