Valdabarátta manna Halldórs Ásgrímssonar í Framsóknarflokknum hefur gert lítinn flokk einsleitari. Fjöldi áhrifamanna er í ónáð forustunnar, þar á meðal Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz. Flokkurinn er svo illa farinn að fylgi, að skipta verður Halldóri út fyrir kosningar til að flokkurinn eyðist ekki alveg upp. Þá verður ekkert eftir af nothæfu fólki í áhrifastöðum. Aðstoðarmenn ráðherra og aðrir handaflsmenn í stofnun kvenfélaga og öðru innanflokksstríði sitja þar í öllum fletum.