Kína í fjórða sæti

Punktar

Kína er komið í fjórða sætið í heimsframleiðslu, hefur rutt Bretlandi og Frakklandi niður fyrir sig. Það er kannski ekki mikið miðað við ógnarlegan íbúafjölda Kína. En það er gott dæmi um, að þriðji heimurinn er farinn að láta til sín taka. Indland er ekki langt á eftir Kína með feiknarlegan hagvöxt ár eftir ár. Ásamt Malasíu eru þetta löndin, sem minnst mark tóku á ráðleggingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, sem boðuðu stórt stökk fram á við að hætti Maós formanns og rústuðu þar með námfús ríki á borð við Rússland og Argentínu.