Svindlið miðast við að fá Mamúd Abbas forseta, sem er úr Fatah, til að misbeita valdi til að skipa sjálfur stjórnlagaþing og taka sjálfur við stjórn hersins, þótt ekki sé gert ráð fyrir því í stjórnarskránni. Þannig er ætlunin að gera Abbas að leppi fyrir Ísrael og Vesturlönd. Athyglisvert er, að stjórnarskrár í þriðja heiminum eru lítils virði að mati Evrópu og Bandaríkjanna, ef þær flækjast fyrir ráðagerðum frá gamla nýlendutímanum. Hætt er við, að einhvers staðar á þessari leið fatist flókin samsæri og komi vesturlöndum í koll.