Samkvæmt New York Times eru Bandaríkin og Ísrael að ræða leiðir til að ógilda frjálsar kosningar í Palestínu, sem Hamas vann. Stefnt er að nýjum kosningum eftir nokkra mánuði. Blaðið segir, að rætt sé um að frysta skatta, sem Ísrael innheimtir fyrir Palestínu og að frysta samskipti Palestínu við umheiminn. Við sjáum af þessu, að Bandaríkjastjórn telur frjálsar kosningar því aðeins góðar, að réttir aðilar vinni þær. Að þessu leyti er hún sama sinnis og harðstjórarnir í Alsír, sem ógiltu óþægilegar kosningar þar í landi.