Krossferðin

Punktar

Gamli álitsgjafinn Greenway segir í Boston Globe í morgun, að uppþotin gegn dönsku teikningunum af Múhameð stafi meðal annars af reiði múslima yfir aukinni aðild Evrópu, einkum Danmerkur, að ofbeldi Bandaríkjanna í löndum múslima. Evrópusambandið hefur hreytt ónotum í Hamas fyrir að sigra í kosningunum í Palestínu, Atlantshafsbandalagið er að taka við hernámi Afganistans, með aðild Íslands. Þótt almenningur í Evrópu sé andvígur þessu stríðsbrölti, hafa ríkisstjórnir í Evrópu beint og óbeint stutt krossferð Bandaríkjanna.